Ný tilhögun félagaskráningar í Góðvini

Áhugasamir geta skráð sig í Góðvini á vefsíðunni www.godvinir.is
Ný tilhögun félagaskráningar í Góðvini

Góðvinir hafa ákveðið breytta tilhögun skráninga í félagið. Í nokkur ár hefur félagið sent út greiðsluseðla seint að hausti í heimabanka útskrifaðra nemanda auk skráðra félaga. Með því móti ná Góðvinir ekki nógu vel utan um hópinn og geta þar af leiðandi ekki miðlað upplýsingum til hans þar sem netföng eru óþekkt. Með breyttu fyrirkomulagi verður áherslan lögð á góð samskipti og að félagar séu upplýstari um málefni HA.

Skráning í Góðvini fer nú fram í gegnum vefsíðuna www.godvinir.is. Þar gefst kostur á að skrá sig í einstaklingsaðild þar sem félagagjaldið er 2.500 kr. á ári eða í fyrirtækjaaðild (félagsgjald 25.000 kr.). Greiðsluseðlar verða sendir út um miðjan september.

„Með þessu móti tökum við stórt skref í átt að þétta hóp félagsmanna. Það var klárt að tilgangi félagsins var ekki náð með því að senda út greiðsluseðla „blint“ á kennitölur. Við hlökkum til að kynnast hópnum betur og höfum þá ennþá meira að hlakka til þegar við hóum til endurfunda“, segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Góðvina.

Góðvinir eru samtök nemenda sem brautskráðir eru frá HA og annarra velunnara háskólans. Markmið Góðvina er að auka tengsl háskólans við fyrrum nemendur sína og styðja við uppbyggingu háskólans eftir fremsta megni, fjárhagslega og á annan hátt.

Aðalfundur Góðvina verður haldinn í lok október og í aðdraganda hans verður sent út árlegt fréttabréf.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Góðvini.