Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum

Tímaritið kemur árlega út í mars.
Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum

Út er komið nýtt hefti raftímaritsins Nordicum-Mediterraneum, Icelandic E-journal of Nordic and Mediterranean Studies. Tímaritið kemur árlega út í mars og að þessu sinni eru tvær ritrýndar greinar í heftinu, eitt ráðstefnuerindi og tvær auka greinar. Auk þess inniheldur það fjórtán ritdóma af nýlegum bókum þar sem umræðuefnið er meðal annars heimskautaþróun og stjórnmál norrænna landa.

Aðgangur að raftímaritinu er ókeypis og birt efni má finna á DOAJ (Directory of Open Access Journals) hjá Háskólabókasafninu í Lundi í Svíþjóð og EBSCO (Elton B. Stephens Co.) í Birmingham, Alabama.
Nordicum-Mediterraneum er alþjóðlegur vettvangur fyrir þver- og fjölfaglega umræðu og miðlun fræðilegs efnis um málefni Miðjarðarhafs- og Norðurlandanna. Nordicum-Mediterraneum er einnig vettvangur fyrir umræðu um sameiginlegan uppruna þessara evrópsku þjóða og samanburðargreiningu á þeim.
Ritstjóri tímaritsins er Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við ritstjóra ef spurningar vakna, giorgio@unak.is.