Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum

Ritstjóri tímaritsins er Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum

Út er komið nýtt hefti raftímaritsins Nordicum-Mediterraneum, Icelandic E-journal of Nordic and Mediterranean Studies. Tímaritið kemur árlega út í mars og að þessu sinni eru þrjár ritrýndar greinar í heftinu, fimm auka greinar, og 26 ritdóma af nýlegum bókum þar sem umræðuefnið er meðal annars heimskautaþróun og stjórnmál norrænna landa.

Aðgangur að raftímaritinu er ókeypis og birt efni má finna á DOAJ (Directory of Open Access Journals) hjá Háskólabókasafninu í Lundi í Svíþjóð og EBSCO (Elton B. Stephens Co.) í Birmingham, Alabama. Nordicum-Mediterraneum er alþjóðlegur vettvangur fyrir þver- og fjölfaglega umræðu og miðlun fræðilegs efnis um málefni Miðjarðarhafs- og Norðurlandanna. Nordicum-Mediterraneum er einnig vettvangur fyrir umræðu um sameiginlegan uppruna þessara evrópsku þjóða og samanburðargreiningu á þeim.

Ritstjóri tímaritsins er Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við ritstjóra ef spurningar vakna, giorgio@unak.is.