Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum er komið út

Út er komin sérútgáfa af raftímaritinu Nordicum-Mediterraneum
Nýtt hefti af Nordicum-Mediterraneum er komið út

Í þessari sérútgáfu (16(3)/2021) má finna fimm greinar eftir framhaldsnema úr fimm háskólum á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum. Nemendurnir, sem allir koma úr ólíkum áttum innan akademíunnar, unnu saman í gegnum fjarveru við skrif greinanna. Áhersla var lögð á að bera kennsl á og rannsaka málefni sem tengd eru norðurslóðum með svokallaðri „triple bottom line“- aðferð. Það þýðir að kanna og mæla félagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif.  

Í greininni „Ecological Feedback Effects Affecting Arctic Biodiversity in Response to Glacial Melt“ eftir Almuneda Álvarez Fernández, er farið yfir ýmis umhverfisáhrif af völdum loftslagsbreytinga og hvernig þær tengjast saman.

Í grein Caitlyn Madden, „Climate Change and Mental Health: A Snapshot of Arctic Indigenous People´s Resiliency and Suffering as the World Transforms", er fjallað um andlega heilsu frumbyggja, m.a. um andlega heilsu yngri kynslóða á Grænlandi sem er áhyggjuefni, þar sem Grænland er með hæstu sjálfsvígstíðni í heiminum.

Greinin „Glacial Water Melt in Greenland: Resources for the Future" eftir Kristian Stausland og Einar Torfa Einarsson fjallar um hagkvæmni stórra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi. Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi og í Noregi er bornar saman og skoðað er gaumgæfilega hvernig núverandi alþjóðlegar aðstæður eru, og hvort ávinningur sé af vatnsorkufjárfestingum á Grænlandi.

Í grein eftir Pavel Tkach sem ber heitið „The Legal Protection of Sea Ice Areas and the Triple Botton Line Approach to Mining Management in the Arctic" er að finna umfjöllun um það hvernig núverandi lagaleg ráðstöfun getur ekki með fullnægjandi hætti tekist á við bráðnun á norðurslóðum. Núverandi lagakerfi er skoðað og námuvinnsluhættir greindir með tilliti til „triple bottom line“- aðferðarinnar.

Að lokum er greinin „Sustainable Development og Arctic Oil and Gas: Indigenous Peoples´ Rights and Benefit-Sharing" eftir Thelma Sefakor Alubankudi. Þar er fjallað um ávinninginn af útdráttariðnaði og hvernig frumbyggjar geta tekið þátt í sjálfbærari samfélagsþróun.

Heftið má nálgast á vef Nordicum-Mediterraneum