Opið fyrir umsóknir í nám við HA

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní, nema í diplómanám í lögreglufræði en þar er umsóknarfrestur til 4. maí.
Opið fyrir umsóknir í nám við HA

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nám við Háskólann á Akureyri á komandi skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní, nema í diplómanám í lögreglufræði en þar er umsóknarfrestur til 4. maí.

HA býður upp á eftirsóknarvert nám og hefur aðsókn í skólann farið stigvaxandi undanfarin ár. Það segir okkur að sveigjanlegt námsformið sem og gæði og framboð náms í HA höfði vel til fólks.

Til að tryggja áfram bestu gæði náms mun HA þurfa að beita aðgangstakmörkunum í skólann. Þetta er fyrir utan klásus-leiðir (sálfræði, diplómanám í lögreglufræði og hjúkrunarfræði).

Umsækjendum er bent á að kynna sér inntökuskilyrði og aðgangstakmarkanir sem er að finna á vefsíðum námsleiða og hér. Ekki er hægt að tryggja öllum skólavist þótt þeir uppfylli inntökuskilyrði og er hugsanlegt að grípa þurfi til forgangsröðunar umsókna. Mikilvægt er að umsækjendur skili inn þeim fylgigögnum með umsóknum sem deildir óska eftir.

„Á síðustu árum hefur aðsókn í HA aukist verulega og aukinn nemendafjöldi hefur þýtt aukið álag á allt starfsfólk skólans. Nú erum við komin að þolmörkum fyrir skólann í heild sinni og þurfum að grípa til þessara aðgerða til að draga úr nemendafjölda og þannig minnka heildarálag. Þannig getum við áfram haldið uppi gæðum námsins og orðspori hans sem persónulegs skóla,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri.
 

SÆKJA UM