Nokkur ráð í samkomubanni

Náms- og starfsráðgjafar deila ráðum í þessari fordæmalausu stöðu vegna COVID-19
Nokkur ráð í samkomubanni

Nú þegar við stöndum frammi fyrir þessari fordæmalausu stöðu vegna COVID-19 þá er mikilvægt að nemendur hugi vel að sér og sínum. Við ráðgjafarnir í Náms- og starfsráðgjöf langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem gott er að hafa í huga.

Grunnþarfir, mikilvægt er eins og áður að sinna grunnþörfum s.s. svefni, góðri næringu og hreyfingu.

Skipulag, hjálplegt er að ramma daginn inn og skipleggja námið (til að lenda ekki í þeim vítahring sem frestun hefur), hreyfingu og gæðastundir.

  • Festu tímann sem er ætlaður lærdómi
  • Lærðu við kjöraðstæður
  • Taktu stutt hlé, þess á milli er slökkt á truflun
  • Skilgreindu hvað á að læra
  • Skiptu milli verkefni því fjölbreytni eykur úthald
  • Áætlaðu tímann fyrir hvert verkefni
  • Forgangsraða eftir mikilvægi 

Skólavinir, hafðu samband við þá sem eru í náminu og gefðu og fáðu pepp.

Samþykktu sjálfan þig og tilfinningar þínar. Gerðu eitthvað daglega sem gleður þig eða fær þig til að líða vel. 

Ráðgjöf, hafðu samband við okkur í miðstöð náms- og starfsráðgjafar, við erum hér fyrir ykkur.

Við bjóðum upp á örnámskeið um skipulag og bjargráð í þeim “fordæmalausu aðstæðum” sem nemendur standa frammi fyrir í námi og einkalífi.

Námskeiðið verður á 27. mars kl 10:30 á zoom