Rannsaka hvort örplast finnist uppi á jöklum

Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við HA í Landanum
Rannsaka hvort örplast finnist uppi á jöklum

Í Landanum á sunnudag var rætt við Ástu Margréti Ásmundsdóttur, efnafræðing og aðjúnkt við viðskipta- og raunvísindasvið háskólans. Ásta rannsakar um þessar mundir hvort að örplast finnist í jöklum á Íslandi. Um er að ræða rannsókn sem unnin er í samstarfi við rannsóknarstofnunina NORCE í Noregi, en vísindamennirnir sem að henni koma hafa einnig mælt og tegundagreint örplast í drykkjarvatni og í sjávarseti í Eyjafirði.

„Undanfarið hafa vísindamenn haft vaxandi áhyggjur af örplasti í náttúrunni. Þetta er svona lúmsk mengun sem er að safnast upp, sérstaklega í höfunum’’ segir Ásta Margrét og bætir því við að minna hafi verið rannsakað hvernig örplast berst með andrúmslofti.

Innslagið úr Landanum má sjá í heild hér.