Rektor HA skipaður í hæfnisnefnd um ráðningu seðlabankastjóra

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, tilnefndur til nefndarsetunnar af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Rektor HA skipaður í hæfnisnefnd um ráðningu seðlabankastjóra

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hefur verið falið að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. Hann er tilnefndur til nefndarsetunnar af samstarfsnefnd háskólastigsins. Fyrir nefndinni fer Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla en auk þeirra er Þórunn Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs skipuð af bankaráði Seðlabankans.

Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní.