Reynsla foreldra af stuðningi í kjölfar þess að missa barn í sjálfsvígi

Fjallað var um meistaraverkefni Elínar Árdísar Björnsdóttur við heilbrigðisvísindasvið á mbl.is.
Reynsla foreldra af stuðningi í kjölfar þess að missa barn í sjálfsvígi

Elín Árdís Björnsdóttir rannsakaði í meistaraverkefni sínu við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri reynslu foreldra af stuðningi í kjölfar þess að missa barn í sjálfsvígi.
Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og bæði líkamlega og andlega vanlíðan. Ekkert formlegt ferli á sér stað í heilbrigðiskerfinu fyrir þessa foreldra. Elín telur að best sé að heilsugæslustöðvar sjái um stuðninginn um land allt. Fólk gæti þá leitað þjónustu og handleiðslu í sorgarferlinu líkt og við önnur áföll.

Nánar var fjallað um meistaraverkefni Elínar inná mbl.is