Rhonda M. Johnson Fulbright prófessor við HA

Rhonda mun stunda rannsóknir og kennslu við heilbrigðisvísindasvið háskólans.
Rhonda M. Johnson Fulbright prófessor við HA

Rhonda M. Johnson, prófessor í lýðheilsu (DrPH, MPH, FNP) (public health) við Alaska Anchorage háskólann (UAA) og fyrrverandi deildarstjóri lýðheilsusviðs (public health) sama skóla, er nýr Fulbright-Arctic NSF styrkþegi við Háskólann á Akureyri. Hún mun stunda rannsóknir og kennslu við heilbrigðisvísindasvið háskólans.

Rhonda hefur verið virkur þátttakandi í þróun fjarnáms í lýðheilsu hjá UAA þar sem lögð er áhersla á norðurslóðir og umhverfisverndarmál. Hún hefur einnig sinnt starfi sem forseti Alaska Public Health Association (ALPHA). Hún hefur starfað sem fjölskylduhjúkrunarfræðingur í næstum tvo áratugi og var forstjóri Alaska Tribal Health System svo og fyrrverandi meðlimur í Alaska Area Institutional Review Board (AAIRB). Rhonda hefur lengi starfað sem sjálfboðaliði og kennari í friðargæsluliði í Tælandi og er meðstofnandi Anchorage Health Literacy, sem þjálfar fullorðna nemendur í ensku til að vera Peer Leader Navigators (PLNs). Einnig er hún yfirmaður verkefnisins NIH-funded UAA Center sem stuðlar að vitundarvakningu um mismunandi aðgengi að heilbrigðiskerfi í gegnum rannsóknir og menntun (CAHDRE).

Rhonda er meðlimur í ráðgjafarhópunum fyrir NIH-fjármögnuð Alaska Native Collaborative Hub fyrir viðnámsrannsóknir (ANCHRR) og stuðlar að umræðu í samfélaginu um rannsóknir á sjálfsmorðsverkefnum (PC-CARES) í Alaska. Hún hefur sérstaklega áhuga á að kynnast því hvernig íslenskt samfélag tekur á slysum tengdum áhættuhegðun, heimilisofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, morðum og sjálfsvígum og hlakkar til að deila sinni reynslu. 

Rhonda er forseti Bandaríska samfélagsins um blóðrásarheilbrigði (2012-2015) og núverandi ritstjóri alþjóðlega tímaritsins Circumpolar Health. Hún hefur kennt námskeið í heilbrigðisfræði, lýðheilsu og samfélagsgreinum, áhættumati, heilbrigðisstjórnun og stefnumótun svo fátt eitt sé nefnt og verið virk í samstarfsverkefnum um heilsugæslu og lýðheilsu.

Við bjóðum Rhondu M. Johnson hjartanlega velkomna í Háskólann á Akureyri.