Safn neðansjávarmynda eftir Erlend Bogason kafara.

Á vefnum sjavarlif.is er birt einstakt myndefni sem Erlendur hefur tekið neðansjávar við Íslandsstrendur.
Safn neðansjávarmynda eftir Erlend Bogason kafara.

Hafið er undirstaða lífs á jörðinni og velmegunar íslensks samfélags. Í hafinu í kringum Ísland er fjölbreytt líf dýra og gróðurs, meira en við getum ímyndað okkur. Lífverur hafsins eru okkur framandi en samt svo nálægt okkur, allt í kringum landið.

Erlendur Bogason kafari hefur um langt árabil safnað myndum af sjávarlífverum og hafsbotni. Á vefnum sjavarlif.is er birt myndefni sem hann hefur tekið neðansjávar við Íslandsstrendur.

Þetta efni mun nýtast við rannsóknir og fræðslu fyrir sjávarútveg og almenning. Myndefnið flokkast í nokkra flokka og er safn ljósmynda og myndskeiða sem færir okkur nýja sýn á veröldina í undirdjúpum við Ísland.

Í nánustu framtíð munu fleiri flokkar og tegundir bætast við í þetta frábæra neðansjávarmyndasafn sem er aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. Textana skrifaði Hreiðar Þór Valtýsson, lektor í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri og Blek ehf setti upp og hannaði vefinn. 

Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði síldarútvegsins, Fiskifélagi Íslands og Háskólanum á Akureyri.