Samtal fræðafólks Háskólans á Akureyri um lífið á tímum kórónuveirunnar.

Breytingar á fjölskyldulífi, atvinnu og ábyrgð.
Samtal fræðafólks Háskólans á Akureyri um lífið á tímum kórónuveirunnar.
Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor í menntunarfræði við hug- og félagsvísindasvið og Andrea Hjálmsdóttir, lektor við félagsvísindadeild vinna um þessar mundir að rannsókn undir yfirskriftinni ,,Lífið á tímum kórónuveirunnar: Breytingar á fjölskyldulífi, atvinnu og ábyrgð.'' Þær Valgerður og Andrea spjölluðu við Guðmund Ævar Oddsson, dósent í félagsfræði við félagsvísindadeild um náms- og starfsferil sinn, rannsóknaráherslur og ræddu frumniðurstöður úr rannsókninni. Fyrstu umferð gagnaöflunar er nýlokið.