Sérrit um menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla komið út

Í greinasafninu er hlutur fræðikvenna í HA ríkulegur
Sérrit um menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla komið út

Í sérriti Netlu um menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla sem kom út í vikunni eru níu ritrýndar fræðigreinar. Höfundar og/eða meðhöfundar fimm þeirra eru fræðikonur úr HA sem allar hafa unnið frumkvöðlastarf, stundað fjölbreytilegar rannsóknir eða leitt þróunarstarf í leik- og grunnskólum. Greinarnar eru:

  • Stafræn tækni í leikskólastarfi: Sjónarhorn frumkvöðla, eftir Önnu Elísu Hreiðarsdóttur lektor við kennaradeild.
  • Mat leikskólabarna á þátttöku barna í tilviksrannsókn, eftir Önnu Elísu Hreiðarsdóttur lektor og Kristínu Dýrfjörð dósent við kennaradeild.
  • Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins, eftir Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur og Hjördísi Sigursteinsdóttur dósent við viðskiptadeild
  • ...mér má finnast öðruvísi: Hugleikur – samræður til náms eftir Jórunni Elídóttur dósent og Sólveigu Zophoníasdóttur aðjúnkt við kennaradeild og sérfræðing í menntavísindum við Miðstöð skólaþróunar.
  • Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja, eftir Sólveigu Jakobsdóttur, Kristínu Dýrfjörð dósent við kennaradeild, Skúlínu H. Kjartansdóttur, Svanborgu R. Jónsdóttur og Svövu Pétursdóttur.

Það er fagnaðarefni að út skuli koma svo margar fræðigreinar um menntun yngstu barna og til vitnis um grósku í rannsóknum og þekkingarsköpun á því sviði.

Netla er veftímarit og greinarnar eru öllum aðgengilegar hér