Sérstakt hefti af tímaritinu Nordicum-Mediterraneum er komið út

Út er komið nýtt hefti af raftímaritinu Nordicum-Mediterraneum.
Sérstakt hefti af tímaritinu Nordicum-Mediterraneum er komið út

Sérstakt hefti 14(2)/2019 af tímaritinu Nordicum-Mediterraneum er komið út.

Í heftinu birtast greinar frá alþjóðlegu ráðstefnunni „ ‚Við‘ á móti ‚þeim‘: Orðræða ‚annars‘ frá Aristóteles til Frank Westerman“. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Genúa á Ítalíu Nóvember 2018.Hún var á vegum heimspekideildar skólans og undir formennsku prófessorsins Mirella Pasini.

Ráðstefnan var haldin til minningar um að 10 ára voru frá  andláti prófessors Flavio Baroncelli (1944-2007) sem var lengi kennari við Genúaháskóla, þekkt opinber persóna í ítölskum fjölmiðlum á sínum tíma, þekktur sérfræðingur í siðfræði og kraftmikill stuðningsaðili kennara- og nemendaskipta milli Íslands og Ítalíu.

Hér má nálgast nýjasta hefti Nordicum-Mediterraneum