Sjálfstæði í menntun og rannsóknum á Grænlandi

Rannsóknir og menntun á Grænlandi byggja á erlendri fyrirmynd. Það er kominn tími á endurskoðun.
Sjálfstæði í menntun og rannsóknum á Grænlandi

Rachael Lorna Johnstone, kennari við Háskólann á Akureyri, færði rök fyrir þessu í inngangserindi sínu á Vísindaviku Grænlands. Samkvæmt Rachael er menntunarkerfið ekki nægilega vel sniðið að Grænlandi. Rachael kennir við lögfræðideild Háskólans á Akureyri en einnig hefur hún kennt við Háskólann á Grænlandi og rannsakað Grænland í áratug.

Í Menningarmiðstöð Grænlands í Katuaq þann 10. nóvember sl. bar Rachael upp eftirfarandi spurningu:

  • Ætti Háskólinn á Grænlandi að gerast sjálfstæður? 

Rachael segir skort á grænlenskum áhrifum í menntunarkerfinu valda vandræðum á þessum tímapunkti, þar sem Grænland færist smám saman nær því að verða sjálfstæð þjóð. Grænlendingar taka sífellt meiri stjórn á sínum málum á ýmsum vettvangi, svo sem námuvinnslu, viðskiptum og samgöngum.

  • Háskólinn fylgir hinsvegar enn Evrópskum, og sér í lagi norrænum fyrirmyndum í uppbyggingu á námi og námsbrautum, ráðningu og stöðuhækkun starfsfólks, og yfirferð á vinnu nemenda. Slíkt kerfi hentar ekki endilega grænlenskum háttum. 

Rachael segir erlenda fræðimenn ráðna til þess að kanna gæði menntunar við Háskólann á Grænlandi. Þeir viti hinsvegar ekki endilega mikið um Grænland eða viðhorf þeirra til laga, menntunar eða félagsstarfa, svo dæmi séu tekin. 

Ekki nægileg þátttaka af hálfu Grænlands í rannsóknum

Rachael kallar eftir meiri þátttöku Inúíta í rannsóknum á Grænlandi og því að frumbyggjar fái jafn há laun fyrir kunnáttu sína á við fræðimenn með formlega menntun.

  • Margir Grænlendingar búa yfir mikilvægri þekkingu þrátt fyrir skort á framhaldsgráðum. Það er mikilvægt að Grænlendingar taki þátt í öllum stigum vísindalegra rannsókna, svo sem því að ákvarða námsframboð, námsaðferðir, túlkun á niðurstöðum og því að koma niðurstöðum á framfæri. Sérfræðingar í fræðum frumbyggja og hefðbundinni þekkingu ættu að fá sama taxta og fræðimenn.

Rachael bað rannsakendur um að lesa aftur yfir skýrslu Heimskautaráðs Inúíta um samruna siðferðis og sanngirnis, ICC Ethical and Equitable Engagement Synthesis Report , áður en hafist væri handa við nýtt verkefni á ættjörð Inúíta á Grænlandi, Kanada, Alaska og Rússlandi. Sagði hún Rannsóknarráð Grænlands skilja mikilvægi þess að veita þekkingu Grænlendinga og frumbyggja sess í rannsóknarvinnunni. Hún játaði einnig að hún væri ekki fær til þess sjálf að leiða þessa vinnu en sagði að margir Grænlendingar væru það.

  • Hlutverk mitt, sem er ekki Grænlendingar en elskar Grænland, er að styðja Grænlendinga í að öðlast sjálfstæði í rannsóknum og menntun. Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum og margir sérfræðingar eru ekki með framhaldsgráður. Fólk eins og ég þarf að tala minna og leggja betur við hlustir.

Og hún bætti við:

  • Með þessum orðum gæti ég hafa misst stöðu mína hér!

Mikilvægt samtal fyrir samfélagið

Saki Daorana er ferðaþjónustufulltrúi sem býr í Nuuk. Hún tók þátt í Vísindaviku Grænlands. Síðan covid skall á hafa flestir viðskiptavinir hennar verið blaðamenn og heimildamyndagerðamenn sem vilja fræðast um nýjustu rannsóknir, og sýna þeir menningu frumbyggja og hefðbundinni menningu á Grænlandi mikinn áhuga. Ræðan hennar Rachael snart hana. Saki Daorana sagði:

  • Þetta var dásamlegt ávarp. Hún talaði um það sem ég hef búið yfir í mörg ár á mjög skýran og hvetjandi hátt. Hún bar meðal annars vísindasamfélagið saman við grunnþekkingu frumbyggja, sem er mér mjög mikilvægt og kært.

Hér má sjá viðtalið sem Phillippa Maigaard tók við Rachael fyrir Arctic Hub

Hér má sjá myndband þar sem Rachael útskýrir áskoranir fyrir Arctic Hub