Sjávarútvegsskóli unga fólksins heppnaðist vel

Bæði nemendur og kennarar ánægðir með skólann
Sjávarútvegsskóli unga fólksins heppnaðist vel

Nú í sumar var í fyrsta skipti boðið upp á fræðslu um sjávarútvegs fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þetta er verkefni sem unnið er í samstarfi Vinnuskóla Reykjavíkur, sjávarútvegsfyrirtækja í Reykjavík, fyrirtækja tengdum sjávarútvegi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Skólinn var kenndur í þrjár vikur frá 22. júní til 9. júlí. Samtals sóttu 70 nemendur skólann. Skipt var í þrjá hópa það er einn hópur, 20-25 nemendur sóttu skólann í eina viku. Kennt var í húsnæði Brims hf og í Sjóminjasafninu. Kennslufyrirkomulagið var þannig að nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra og leikja, fengu að meta gæði fisks með skynmati, fóru um borð í fiskiskip og skoðuðu nýja fiskvinnslu Brims hf. Fjórir gestafyrirlesarar, þær Guðrún Berta frá Sjávarklasanum, Sara Björk frá Sjávarklasanum, Heiða Kristín Helgadóttir frá Nicelandseafood ehf og Agnes Guðmundsdóttir frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur fræddu nemendur um þeirra sérsvið. Síðasta kennsludag var svo nemendum boðið upp á pizzaveislu og nemendur útskrifaðir. Að því loknu var farið í Kópavoginn og Vélsmiðjan Hamar heimsótt og nemendur fengu fræðslu um starfsemi vélsmiðja.

Bæði nemendum og kennurum þótti skólinn í Reykjavík heppnast vel og voru ánægð með skólann. Sjávarútvegsmiðstöð HA sendir öllum þeim sem komu að verkefninu bestu þakkir fyrir frábært samstarf og þakklæti fyrir stuðninginn. Vonast er til að framhald verði á verkefninu næsta sumar

Þó ber að þakka Pálma Hafþór Ingólfssyni hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur og starfsmönnum Vinnuskóla Reykjavíkur sérstaklega fyrir frábæra aðstoð svo og kennurum skólans þeim Magnúsi Víðissyni og Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur fyrir frábæra frammistöðu.