Sjónaukinn 2020 verður rafrænn

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Heilbrigði og velferð nær og fjær
Sjónaukinn 2020 verður rafrænn

Sjónaukinn, árleg ráðstefna heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri, mun fara fram dagana 14. og 15. maí n.k. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heilbrigði og velferð nær og fjær“ sem vísar til sívaxandi mikilvægis fjarheilbrigðisþjónustu í heilbrigðis- og velferðarþjónustu nútímans, ekki síst núna á tímum Covid-19.

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar hafa víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu á fjarheilbrigðisþjónustu bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Það eru þau Niclas Forsling verkefnastjóri fjarþjónustu í Svíþjóð og Dr. Ólöf Birna Kristjánsdóttir sem er vísindamaður við ráðgjafamiðstöð fyrir heilbrigðisstarfsfólk um sjúklinga- og heilbrigðisfræðslu í Noregi. Einnig taka þátt í ráðstefnunni góður hópur sérfræðinga með víðtæka reynslu af fjarheilbrigðisþjónustu, þau Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi, Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi, Ingi Steinar Ingason tölvunarfræðingur frá embætti Landlæknis og Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og vefstjóri Heilsuveru. Auk þeirra eru á dagskrá ráðstefnunnar fjöldi fyrirlestra frá rannsakendum heilbrigðisvísindasviðs, öðru fagfólki og meistaranemendum sviðsins sem útskrifast nú í júní. 

Að þessu sinni er ráðstefnan rafræn og öllum opin.

Dagskrá og skráningu á ráðstefnuna má finna hér.