Skiptinemar við HA í sveitaferð

Ferðin var í tengslum við námskeiðið „Íslensk náttúra“.
Skiptinemar við HA í sveitaferð

Mánudaginn 24. Febrúar fóru erlendir skiptinemar við HA í sveitaferð í tengslum við námskeiðið „Íslensk náttúra“. Þetta námskeið er sérstaklega kennt fyrir skiptinema og þátttaka í námskeiðinu ávallt góð.

Nemendur fóru í kynningu á tvo sveitabæi í Eyjafjarðarsveit með viðkomu í Jólahúsið og heim til kennara námskeiðsins Brynhildar Bjarnadóttur. Fjöldi skiptinema þetta vormisseri eru 22 en í haust voru þeir 30 og koma þeir frá alls 17 löndum.