Skráning í námskeið Menntafléttunnar stendur yfir

Fjölbreytt námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, auk námskeiðs fyrir stjórnendur
Skráning í námskeið Menntafléttunnar stendur yfir

Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Kennarasambands Íslands. Menntafléttan samanstendur af um 20 námskeiðum sem eru byggð á hugmyndafræði leiðtogans og geta kennarar og starfsfólk í menntakerfinu, óháð búsetu sótt þessi námskeið sér að kostnaðarlausu.

Námskeið Menntafléttunnar ná flest yfir heilt skólaár og fléttast inn í daglegt starf með því svigrúmi sem þátttakendur hafa til starfsþróunar. Námskeiðin eru ekki einingabær, enda ekki um verkefnaskil eða námsmat að ræða.

Hlutverk menntafléttunnar er að stuðla að þróun námssamfélaga, styðja við samstarf á öllum sviðum menntunar, vinna með leiðtogum af vettvangi við kennslu og þróun námskeiða og styðja við menntastefnu 2030 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hér má nálgast upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði ásamt skráningu

Nánar um námskeið Menntafléttunnar: