Steinunn Alda Gunnarsdóttir í viðtali í upplýsingaþætti N4 vegna Covid-19

Steinunn Alda Gunnarsdóttir, formaður Stúdentafélag Háskólans á Akureyri ræðir áhrif Covid-19 á stúdenta.
Steinunn Alda Gunnarsdóttir í viðtali í upplýsingaþætti N4 vegna Covid-19
Steinunn Alda Gunnarsdóttir, formaður  Stúdentafélag Háskólans á Akureyri - SHA var til viðtals í upplýsingaþætti N4 vegna Covid-19. Steinunn ræðir meðal annars könnun sem SHA gerði til þess að kanna líðan stúdenta við HA á þessum fordæmalausu tímum. Í viðtalinu fer Steinunn yfir afleiðingar af lokun bygginga háskólans og segir ljóst að vegna sveigjanlega námsfyrirkomulagsins við HA hafa breyttar aðstæður reynst tilötlulega auðveldar fyrir bæði stúdenta og kennara.
 
„Við erum ótrúlega sátt með það hvað skólinn hefur hlustað mikið á okkar, við erum með fulltrúa í háskólaráði sem fer með æðsta vald skólans og vorum gríðarlega ánægð þegar við fréttum að það var hlustað á stóran part af okkar kröfum.“