Stúdentar horfðu til framtíðar

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Stúdentar horfðu til framtíðar

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands settist hópur stúdenta niður og hugsaði 100 ár fram í tímann. „Hvar verðum við þá?“, „Verðum við til?“ „Verður háskóli?“ og „Hlöðum við vitneskjunni beint inn í heilann?“ voru spurningar sem velt var upp. Að einhverjum tíma loknum þótti svo óendanlega fjarstæðukennt að ímynda sér næstu 100 árin að hugmyndinni um heildstæða framtíðarsýn var sett á hillu. Í staðinn ákváðu stúdentar að líta sér nær og komu upp með spurningu sem hver og einn hefði gott af því að spyrja sjálfan sig: „Hvað ætlar þú að gera til að bæta íslenskt samfélag til framtíðar?“

Þessari spurningu svörðu nokkrir vaskir stúdentar á göngum Háskólans á Akureyri og árangurinn sést í meðfylgjandi myndbroti sem frumsýnt var á fullveldishátíð stúdenta sem efnt var til (í miðri prófatíð) föstudaginn 30. nóvember.

Sólveig María Árnadóttir, formaður SHA

Framsögu hélt formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, Sólveig María Árnadóttir:

„Ég hef því ekki trú á því að á næstu 100 árum verði hver í sínu horni að læra í sínu tæki og allir gangar standi tómir. Fólk sækir í félagsskap og vill í auknum mæli vera partur af því samfélag sem hér er.“