Sumarlokun Háskólans á Akureyri

Afgreiðsla Háskólans á Akureyri verður lokuð 5. júlí - 3. ágúst vegna sumarleyfa.
Sumarlokun Háskólans á Akureyri

Svarað verður í síma á skiptiborði HA alla virka daga milli kl. 10 og 14 frá 5. júlí til og með 30. júlí. Erindum og beiðnum um vottorð eða námsferla sem berast á nemskra@unak.is og unak@unak.is verður ekki svarað fyrr en eftir 3. ágúst. 

Byggingar háskólans verða lokaðar frá 5. júlí - 2. ágúst en starfsfólk hefur aðgang að húsnæði allan lokunartímann með sínu aðgangskorti. Stúdentar munu ekki hafa aðgang að skólanum á meðan á sumarlokun stendur nema þeir séu í sumarstörfum. Háskólinn opnar aftur þriðjudaginn 3. ágúst. 

Ert þú að hefja nám við Háskólann á Akureyri? Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar