Taktu þátt í rannsókn um líðan og einkenni depurðar eftir árstíðum

Tengsl árstíðabundinna sveifla í líðan við líffræðilega og hugræna þætti þunglyndiseinkenna.
Taktu þátt í rannsókn um líðan og einkenni depurðar eftir árstíðum

Við auglýsum eftir áhugasömum þátttakendum í ofannefnda rannsókn sem fer fram á meðal fólks á Akureyri. Fyrsti hluti rannsóknarinnar er vefkönnun þar sem fólki er boðið að svara nokkrum spurningum í gegnum vefsíðu rannsóknarinnar. Spurningarnar snúast um líðan og einkenni depurðar eftir árstíðum.

Allir sem eru 18 ára eða eldri geta tekið þátt í vefkönnunarhluta rannsóknarinnar. Haft verður samband við þá sem skilja eftir tölvupóstfang sitt og símanúmer og hafa há eða lág skor á spurningalista vefkönnunarinnar, til að bjóða þeim þátttöku í öðrum hluta rannsóknarinnar. Greitt er fyrir þátttöku í þeim hluta.

Rannsóknin er gerð af þeim Yvonne Höller, dósent við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Ragnari P. Ólafssyni dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands og Kristjáni H. Hjartarsyni, doktorsnema við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Yvonne Höller er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, sími 4608576, yvonne@unak.is. Að rannsókninni koma einnig þau Anna Hjálmveig Hannesdóttir, Elísa Huld Jensdóttir, Máni Snær Hafdísarson, Sara Teresa Jónsdóttir, Sigrún María Óskarsdóttir, og Silja Hlín Magnúsdóttir nemendur í sálfræði við Háskólann á Akureyri en rannsóknin er liður í lokaverkefni þeirra til BA gráðu við þann skóla.

Rannsóknin er unnin með samþykki Vísindasiðanefndar og hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Ef þú hefur spurningar um rétt þinn sem þátttakandi í vísindarannsókn eða vilt hætta þátttöku í rannsókninni getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, visindasidanefnd@vsn.stjr.is.

Með kveðju og von um góð viðbrögð!
Yvonne Höller, Háskólinn á Akureyri
Ragnar P. Ólafsson, Háskóli Íslands