Þátttaka í rannsókn um ofbeldi í nánu sambandi

Enn er hægt að taka þátt í rannsókn varðandi reynslu kvenna af því að leita sér hjálpar, vinna úr og eflast eftir ofbeldi í nánu sambandi
Þátttaka í rannsókn um ofbeldi í nánu sambandi

Rannsóknin er hluti af doktorsverkefnum Huldu Sædísar Bryngeirsdóttur og Karenar Birnu Þorvaldsdóttur doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið HA. Aðalleiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við HA.

Tilgangur rannsóknarinnar er að finna áhrifaríkar leiðir til að hjálpa konum við að leita sér hjálpar og eflast í kjölfar ofbeldis í nánu sambandi. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni þar sem kynbundið ofbeldi er rannsakað í 12 löndum víðsvegar um heiminn.

Rannsóknin er styrkt af Jafnréttissjóði Íslands.

Vilt þú taka þátt?

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera kona, 18 ára eða eldri, sem beitt hefur verið ofbeldi í nánu sambandi. Athugið að a.m.k. eitt ár verður að hafa liðið frá því að ofbeldissambandinu lauk.

Ef þú uppfyllir þessi skilyrði skaltu lesa nánar um rannsóknina í þessu kynningarbréfi og smella svo á hnappinn hér neðar í fréttinni til að taka þátt. Um er að ræða 30 mínútna könnun um reynslu þína og líðan. Nafn þitt kemur hvergi fram og farið verður með öll rannsóknargögn sem trúnaðarmál. Athugaðu að ekki er lengur hægt að taka þátt í viðtali eftir að hafa svarað könnuninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta veitt mikilvægar upplýsingar sem gagnast gætu konum sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi og fjölskyldum þeirra. Þátttaka þín gæti jafnframt gagnast samfélaginu öllu við að finna leiðir til að styðja konur í þessari stöðu til betra lífs.

Ef þú hefur lesið kynningarbréfið og vilt taka þátt smelltu þá á hnappinn:

Taka þátt í rannsókninni

Athugaðu að fyrst birtist texti á ensku og þú beðin um að velja viðeigandi tungumál. Þú velur „Íslenska“ með því að smella á gluggann til hægri, sjá mynd:

Velja þarf tungumál

Velkomið er að senda fyrirspurnir til Huldu og Karenar í tölvupósti á netfangið eflingkvenna@unak.is án skuldbindingar um þátttöku.