Þjónusta Miðstöðvar náms- og starfsráðgjafar næstu vikurnar

Símatímar og Zoomviðtöl alla virka daga
Þjónusta Miðstöðvar náms- og starfsráðgjafar næstu vikurnar

Í ljósi breyttra aðstæðna vegna Covid-19 faraldurs vekjum við athygli á að það er enn hægt að nýta sér þjónustu Miðstöðvar náms- og starfsráðgjafar HA.

Símatímar verða alla virka daga kl.10-12 í þá tíma þarf ekki að bóka, hægt að hringja í afgreiðslu HA s: 4608000 og óskað eftir ráðgjafa eða hringt beint í ráðgjafa, Ólína s: 4608046 og Árný Þóra s: 4608038. Fyrirspurnir og ósk um símaviðtal/Zoomviðtal utan símatíma má senda á radgjof@unak.is.

Haft verður samband við alla nemendur sem eiga bókuð viðtöl á næstu dögum og þeim boðin rafræn ráðgjöf í Zoom eða ráðgjöf í gegnum síma.

Við bendum jafnframt  á margvíslegt efni og upplýsingar á vef HA sem getur verið gagnlegt að skoða, sjá: 

Við hvetjum alla nemendur til að halda áfram að sinna náminu nú sem áður og skipuleggja tímann vel.

ATH. Frá og með 1. júní eru náms- og starfsráðgjafar til takst á háskólasvæðinu.