Tímarit um uppeldi og menntun

Rúnar Sigþórsson, prófessor við kennaradeild HA er annar ritstjóri tímaritsins
Tímarit um uppeldi og menntun

Nýlega komu út tvö hefti af 28. árgangi Tímarits um uppeldi og menntun. Að útgáfu þess standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Félag um menntarannsóknir. Ritstjórar tímaritsins eru Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og Rúnar Sigþórsson, prófessor við kennaradeild HA.

Í fyrsta hefti árgangsins eru fjórar ritrýndar greinar og einn ritdómur. Annað hefti árgangsins er tileinkað Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands en hún lét af störfum á árinu 2019. Í því hefti eru níu ritrýndar greinar, auk viðtals við Sigrúnu.

Útgáfu heftanna tveggja var fagnað með útgáfuhófi á Menntavísindasviði HÍ 30. janúar. Þar flutti Rósa Björk Guðnadóttir, kennari í Kársnesskóla og greinarhöfundur í fyrra heftinu hugleiðingu um gildi ritrýndra tímarit í menntavísindum fyrir kennara sem fagstétt og það sem útgefendur slíkra tímarita þurfa að hafa í huga til að ná sem best til þessa lesendahóps. Einnig fluttu tveir af gestaritstjórum heiðursheftis Sigrúnar Aðalbjarnarsóttur, Ragný Þóra Guðjohnsen og Hrund Þórarins Ingudóttir ávarp og fylgdu því úr hlaði.

Greinar í Tímariti um uppeldi og menntun eru birtar í opnum aðgangi sem hægt er að nálgast hér