Tveir nýjir bókakaflar eftir Giorgio Baruchello komnir út

Giorgio Baruchello er prófessor í heimspeki við HA
Tveir nýjir bókakaflar eftir Giorgio Baruchello komnir út

Giorgio Baruchello, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, hefur birt tvær ritgerðir í virtum bókarröðum. Þær eru "Arthur F. Utz’s Thomism: Domestic Peace as Social Justice" í bókinni "Why Religion? Towards a Critical Philosophy of Law, Peace and God" og "The Arctic as Civil Commons" í bókinni "Philosophies of Polar Law". Fyrri bókin er hluti af rannsóknaritröð í lögfræði  hjá Springer forlaginu, "Lög og trúarbrögð í alþjóðlegu samhengi". Síðari bókin er hluti af ritröðinni "Routledge Research in Polar Law" frá Routledge útgáfunni.