Umsækjendur um starf forseta hug- og félagsvísindasviðs

Starf forseta hug- og félagsvísindasviðs var auglýst laust til umsóknar nú nýlega en umsóknarfrestur rann út þann 7. maí síðastliðinn.
Umsækjendur um starf forseta hug- og félagsvísindasviðs

Forseti fræðasviðs hefur yfirumsjón með rekstri viðkomandi fræðasviðs og vinnur að stefnumörkum í málefnum þess í samræmi við stefnu skólans.

Meðferð og úrvinnsla umsókna stendur yfir en miðað er við að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Þrjár gildar umsóknir bárust um starfið frá eftirfarandi aðilum:

  • Dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent
  • Dr. Eyja M. Brynjarsdóttir, aðjúnkt
  • Dr. Rögnvaldur Ingþórsson, lektor