Út er komin bókin Ungfrú fótbolti

Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, dósent við HA.
Út er komin bókin Ungfrú fótbolti

Út er komin ný bók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Bókin ber titilinn: Ungfrú fótbolti

Bókin fjallar um vinkonurnar Gerðu og Ninnu sem eru alveg fótboltaóðar. Götuboltaliðið æfir þrotlaust og stelpurnar eru stórhuga, þær vilja keppa á alvöru velli eins og strákarnir. En þá þarf að taka slaginn við samfélag sem hefur mjög skýrar hugmyndir um hvað 13 ára stelpur mega gera.

Bókin er ætluð ungmennum eða öllum þeim sem eru ungir í anda. 

Brynhildur Þórarinsdóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögum og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Leyndardóm ljónsins. 

Bókina má panta hjá: