Útskrift Símenntunar

Símenntun útskrifaði 39 nemendur úr leiðsögunámi og námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.
Útskrift Símenntunar

Símenntun útskrifaði sjöunda hópinn úr námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun föstudaginn 17. maí. Það voru 21 nemendur sem stunduðu námið síðastliðinn vetur og voru nemendur víða að af landinu sem fyrr. Ekki áttu allir heimangengt í útskriftina sem var í Reykjavík að þessu sinni en óvenju margir nemendur voru þaðan.

Dagrún Hálfdánardóttir tók að sér að tala fyrir hönd hópsins og virkjaði fleiri nemendur með sér. Hópurinn hafði auk þess tekið saman myndasyrpu frá vetrinum en þau höfðu nýtt tækifærið í námslotunum til að njóta margs sem Akureyri og nágrenni hefur upp á að bjóða.

Símenntun þakkar hópnum ánægjulega samfylgd í vetur og býður nýjan hóp velkominn í haust. 

útskrift símenntun 2019

Laugardaginn 18. maí útskrifaði Símenntun 18 leiðsögumenn, þar af voru tveir kennarar við háskólann, þær Ásta Margrét Ásmundsdóttir og Hafdís Björg Hjálmarsdóttir.

Þetta var í þriðja sinn sem Símenntun útskrifar landsleiðsögumenn. Við útskriftina fluttu ávörp: Bragi Guðmundsson í fjarveru háskólarektors, Kristín Hrönn Þráinsdóttir frá samstarfsaðila okkar Leiðsöguskólanum og Þorsteinn McKinstry stjórnarmaður í Leiðsögn félagi leiðsögumanna. Tónlist flutti Daniele Basini gítarleikari. Ávarp fyrir hönd nemenda flutti Jónína Sveinbjörnsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlaut Renate Kienbacher.

Símenntun þakkar hópnum ánægjulega samfylgd í vetur. 

Frekari upplýsingar má finna á síðu Símenntunar.