Vefur Háskólans á Akureyri tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Nýr vefur Háskólans á Akureyri hefur verið tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna 2019 í flokki opinberra fyrirtækja.
Vefur Háskólans á Akureyri tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Nýr vefur Háskólans á Akureyri hefur verið tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna 2019 í flokki opinberra fyrirtækja. Tilkynnt var um tilnefningar í dag.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og eru haldin með það að markmiði að verðlauna fyrirtæki og einstaklinga sem hafa skarað fram úr í vefverkefnum hér á landi. Verðlaunahátíðin verður haldin 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica.

Eins og gefur að skilja liggur mikil vinna að baki nýjum vef Háskólans á Akureyri. Hún hófst með greiningu á þörfum ólíkra notenda hans. Það var gert með viðtölum, netkönnun, samanburðargreiningu á völdum vefjum, sérfræðimati á eldri vef og flokkunaræfingu. Út frá niðurstöðum þessarar þarfagreiningar voru markmið, markhópar, lykilverkefni, kröfur til hönnunar, skipulags, virkni og tækni unnin.

Að vinnunni komu fulltrúar þvert á háskólann, vefstjórn og aðilar út háskólasamfélaginu. Vefur háskólans var hannaður af vefstofunni Vettvangi og var forritun í höndum Stefnu.