Vettvangsferð líftækninema til Kólumbíu

Ný ævintýri og ný reynsla á hverjum degi.
Vettvangsferð líftækninema til Kólumbíu

Oddur Vilhelmsson, prófessor í auðlindadeild, og þrír nemendur í líftækni, þeir Bjarni O. Einarsson, Bjartur Hilmisson og Janis Dzelme, eru þessa dagana í Kólumbíu þar sem þeir taka þátt í námskeiði um örveruvistfræði og lífefnaleit í regnskógum og plantekrum hitabeltisins. Meðfram spennandi vettvangsferðum og rannsóknastofuvinnu sækja nemendur fyrirlestra um örveruvistfræði, plöntusýkla, líftækni, og fleira.

Aðalbækistöð námskeiðsins er að þessu sinni á aðal háskólasvæði EAFIT-háskóla í borginni Medellín, höfuðborg Antioquia-fylkis. Einnig hafa verið farnar vettvangsferðir útfrá bananarannsóknastöð Antioquia-háskóla í Tulenapa nærri Urabá-flóa og landbúnaðarrannsóknastöð Universidad Nacional de Colombia í Cotove, nærri hinum sögufræga bæ Santa Fe de Antioquia við Cauca-fljótið.

Frá Tulenapa var farið í leiðangra þar sem sýnum var safnað á bananaplantekrum og í hitabeltisfrumskógi. Frá Cotove var safnað sýnum úr þurrara skóglendi, af kakóplantekru og maísakri. Úr sýnunum eru svo einangraðar bakteríur sem nemendur spreyta sig á að greina og flokka eftir ýmsum þáttum í starfsemi þeirra, og hugað að notagildi þeirra í líftækni af ýmsu tagi.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Universidad EAFIT, Universidad de Antioquia, University of Reading og Háskólans á Akureyri.

Rannsóknarstofa EAFIT

Tulenapa skógur Juan í Tulenapa skógi

Þörungræktun í EAFIT háskóla

Sýnataka í Tulenapa

Oddur í Tulenapa Rob í Tulenapa

Hópurinn í Tulenapa