Viðbúnaður Háskólans á Akureyri vegna Covid-19

Öll kennsla fer fram með rafrænum hætti
Viðbúnaður Háskólans á Akureyri vegna Covid-19

Með tilkomu samkomubanns vegna Covid-19 er ljóst að Háskólinn á Akureyri mun eingöngu notast við fjarkennslu. Nýtt verða ýmis tól og tæki fyrir rafræna miðlun, fjarfundi og fjöldafundi í Teams/Zoom eftir því sem við á innan hvers sviðs og hverrar deildar. Þetta gildir frá 16. mars til og með 23. apríl. Námslotur sem áætlaðar eru á þessu tímabili falla ekki niður og munu nemendur taka beinan þátt í þeim með rafrænum hætti. Nú þegar býður háskólinn upp á allt nám í sveigjanlegu námsfyrirkomulagi og því erum við vel í stakk búin til þess að gæta þess að nám nemenda okkar raskist sem minnst.

Fyrir helgi fór í loftið upplýsingasíða varðandi viðbúnað háskólans vegna Covid-19. Nemendur og starfsfólks háskólans eru sérstaklega hvött til þess að skoða síðuna reglulega, síðan er uppfærð eftir þörfum og inniheldur upplýsingar um stöðuna hverju sinni.

,,Ég hvet nemendur og starfsfólk til þess að halda í dagleg verkefni eftir bestu getu þó unnið sér heimafyrir. Það er mikilvægt að nemendur einblíni áfram á nám sitt, með aga og skipulagi. Við þurfum öll að leggjast á eitt og takast á við þau krefjandi verkefni sem við stöndum frammi fyrir og fylgjum eftir leiðbeiningum Landlæknis til hins ítrasta.   Hugsum vel um hvert annað og gætum sérstaklega vel að þeim sem hafa minna tengslanet.  Við erum öll almannavarnir.‘‘ Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.