Góður hópur starfsfólks HA sótti ráðstefnu NUAS í Reykjavík

Góður hópur starfsfólks HA sótti ráðstefnu NUAS í Reykjavík

Stjórnendur frá Háskólanum á Akureyri sóttu í síðustu viku ráðstefnuna Managing Strategy – The Art of Translating Policies into Daily Practices. Ráðstefnan, sem fór fram í IÐNÓ í Reykjavík, var haldin af NUAS - Det Nordiska Universitets Administratörs Samarbetet en Háskóli Íslands leiðir starf NUAS þessi misserin.  

NUAS-samtökin hafa starfað síðan 1976 og innan þeirra starfa 14 hagsmunahópar með áherslur á ólíkar hliðar stjórnsýslu háskóla. Hóparnir standa fyrir viðburðum sem starfsfólki háskólanna stendur til boða að sækja til að miðla þekkingu innan stjórnsýslu háskólanna, efla tengsl milli Norrænna háskóla til að stuðla að faglegri þróun starfsfólks í gegnum NUAS-hópastarfið.