Háskóladagurinn á Akureyri

Tækifæri til að kynna sér allt háskólanám á Íslandi á einum stað
Háskóladagurinn á Akureyri

Á morgun, fimmtudaginn 9. mars milli klukkan 11 og 14, fer Háskóladagurinn á Akureyri fram í húsnæði Háskólans á Akureyri. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni íslenskra háskóla með því markmiði að kynna allt grunnnám sem er í boði í íslenskum háskólum.

Stúdentar, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti. Þetta er frábært tækifæri til þess að spyrja um hvaðeina sem lýtur að draumanáminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið.

  • Símenntun HA verður á svæðinu og kynnir Stjórnendanám og MBA nám
  • FÉSTA - Félagsstofnun stúdenta á Akureyri mun standa vaktina og kynna húsnæðismöguleika fyrir tilvonandi stúdenta
  • SHA mun fræða gesti um allt sem tengist félagslífinu!

Hvað viltu verða?

Hér á vefnum getur þú skoðað allt nám og fengið upplýsingar um námið og starfsmöguleika. Í HA eru einnig einstakar námsleiðir sem eru ekki í boði annarsstaðar á landinu. 

Öll velkomin!