Rúmlega 9 milljónir til rannsóknar á kynbundnu heilsufarsmisrétti meðal farandkvenna í COVID-19

Markus Meckl, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar, fær styrk frá Nordic Gender Equality
Rúmlega 9 milljónir til rannsóknar á kynbundnu heilsufarsmisrétti meðal farandkvenna í COVID-19

Nýverið hlaut Markus Meckl, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar við Háskólann á Akureyri, styrk frá Nordic Gender Equality Fund að upphæð 500.000 DKK.  

Í verkefninu Gender-based health inequalities among migrant women during COVID-19 and public health responses in the Nordic countries rannsakar Markus þau áhrif sem COVID-19 hefur haft á innflytjendur, þá sérstaklega konur. 

Byggt á greiningu á reynslu farandkvenna í þremur löndum, miðar verkefnið að því að skilja áhrif viðbragða stjórnvalda og lýðheilsu á farandkonur meðan á COVID-19 stendur, einkum með því að takast á við aðferðir sem gætu hafa komið í veg fyrri aðgang þeirra að heilsufarsupplýsingum og/eða bólusetningu.