Staðlota í stjórnskipunarrétti

Bryndís Hlöðversdóttir gestafyrirlesari
Staðlota í stjórnskipunarrétti

Í staðlotum við Lagadeild Háskólans á Akureyri er meðal annars lögð áhersla á að fá góða gesti í heimsókn. Bryndís Hlöðverdóttir var gestafyrirlesari í staðlotu í stjórnskipunarrétti þann 3. október. 

Bryndís er ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og hefur gegnt því starfi frá 2020. Áður starfaði hún m.a. hjá dómsmálaráðuneyti og ASÍ, var Alþingismaður og ríkissáttasemjari. Hún kenndi, meðal annars stjórnskipunarrétt og var deildarforseti við Lagadeild Háskólans á Bifröst og auk þess að vera rektor þess skóla. 

Sérstakt áhugasvið Bryndísar innan lögfræðinnar eru samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, þingeftirlit, ráðherraábyrgð og rannsóknarnefndir. Hún stýrði til að mynda sérfræðinganefnd sem Alþingi fól að endurskoða lagaumgjörð þingeftirlits á Íslandi. Nefndin skilaði fjölmörgum tillögum sem var langflestum hrint í framkvæmd á árunum 2010 – 2011.  

Í staðarlotunni ræddi Bryndís við laganema í stjórnskipunarrétti um ráðherraábyrgð, þingeftirlit, ríkisstjórn og starfshætti hennar auk samæfingar- og forystuhlutverks forsætisráðherra.  

Stúdentum þótti heimsókn Bryndísar fróðleg og skemmtileg auk þess sem þeim þótti efnið áhugavert og útskýrt af mikilli reynslu og þekkingu.