Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, sjávarútvegsfræðingur ráðin gæðastjóri Samherja og ÚA.

Sunneva útskrifaðist með BS. próf frá HA júní 2017
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, sjávarútvegsfræðingur ráðin gæðastjóri Samherja og ÚA.

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri landvinnslu Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa, ÚA. Sunneva Ósk er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hún lauk BS. prófi sínu í júní 2017.

Aðspurð um námið segir Sunneva ,,sjávarútvegsfræði er virkilega fjölbreytt nám sem samanstendur af námskeiðum í sjávarútvegi, viðskiptum og raunvísindum. Meðan ég stundaði námið þá lærði ég öguð vinnubrögð og mikilvægi þess að skipuleggja sig vel. Þá lærði ég að halda utan um mörg verkefni í einu ásamt því að vinna í teymi sem nýtist mér vel í starfi.’’

Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri. Nám í sjávarútvegsfræði veitir góðan grunn fyrir fjölbreytt stjórnunarstörf. Þá getur þú einnig bætt við þig einu ári í viðskiptafræði að námi loknu sem þýðir, tvær háskólagráður á aðeins fjórum árum. Umsóknarfrestur er til 15. júní.