Vettvangur samsköpunar

Tengir saman bókasöfn og menningarstofnanir af ýmsu tagi um allt land
Vettvangur samsköpunar

Lara Hoffman, doktorsnemi í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og Anna Wojtyńska, nýdoktor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, kynna nýtt samstarfsverkefni á Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 6. október. Verkefnið fjallar um þátttöku innflytjenda í samfélaginu og opnun samfélagsrýma í dreifbýli og þéttbýli. 

Vettvangur samsköpunar er verkefni sem tengir saman bókasöfn og menningarstofnanir af ýmsu tagi um allt land. Á hverjum stað er viðburður eða vinnustofa þar sem skapandi aðferðafræði leggur grunninn að því að þróa færni til að tengjast og verða hluti af samfélagi. Verkefnið auðveldar ólíkum þátttakendum að endurhugsa tengingar milli fólks og hvernig tengsl sem geta myndast á stöðum eins og bókasafninu. Rannsóknin leitar leiða til að vinna gegn jaðarsetningu og efla borgaralega þátttöku þvert á samfélagið um landið allt. 

„Við viljum kanna hvernig við getum beitt listrænni aðferðarfræði til að auðvelda fólki að tengjast á ólíkum stöðu um land allt. Við munum leita uppi staði þar sem við getum gert eitthvað saman og verið meðal fólks. Könnunarleiðangur hefst á Borgarbókasafninu, svo förum við hringinn í kringum landið og stoppum á bókasöfnum, listasöfnum, menningarsetrum og aðsetrum listamanna í dreifbýli og þéttbýli. Að lokinni rannsókninni komumst við vonandi nær því hvernig samfélagrými eru og hvers konar skapandi aðferðir efla þátttöku fólks í samfélaginu.“