Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri gestafræðimaður við London School of Economics and Political Science

LSE er meðal fremstu háskóla heims
Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri gestafræðimaður við London School of…

Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri var skipaður gestafræðimaður (Visiting Senior Fellow) við félagsfræðideild London School of Economics and Political Science (LSE) á síðasta ári. LSE er meðal fremstu háskóla heims, sér í lagi þegar kemur að félagsvísindum. 

Sem hluti af skipan sinni sem gestafræðimaður, dvaldi Guðmundur í London í maí og júní síðastliðnum við rannsóknir. Í London stóð hafði hann skrifstofu í félagsfræðideildinni og naut góðs af samneyti við aðra fræðimenn og magnaðri aðstöðu háskólans, þ.m.t. heimsins stærsta félags- og stjórnmálafræðibókasafni. 

Aðspurður segir Guðmundur að dvölin í London hafi verið mjög gagnleg og skemmtileg. Þá sé það mikill heiður fyrir hann að hafa hlotið skipan sem gestafræðimaður við svo öfluga félagsfræðideild og að það hafi opnað á ýmsa áhugaverða möguleika. Skemmtilegast við dvölina í London hafi hins vegar verið að fá fjölskylduna í heimsókn í blálokin. 

Meðan á Lundúnadvöl hans stóð hélt Guðmundur gestafyrirlestur sem byggir á yfirlitsgrein hans „Class in Iceland“ sem birtist í Current Sociology, tímariti Alþjóðlega félagsfræðisambandsins. Hægt er að horfa á erindið hér.