Guðmundur Oddsson er félagsfræðingur mánaðarins hjá tímariti Alþjóðlega félagsfræðingasambandsins

Rannsóknir Guðmundar beinast að félagslegu taumhaldi, frávikum og stéttaójöfnuði
Guðmundur Oddsson er félagsfræðingur mánaðarins hjá tímariti Alþjóðlega félagsfræðingasambandsins

Guðmundur Oddsson dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri er félagsfræðingur mánaðarins hjá Current Sociology, tímariti Alþjóðlega félagsfræðingasambandsins (International Sociological Association (ISA)). Hægt er að nálgast  yfirlitsgrein hans “Class in Iceland” sem birtist í Current Sociology ókeypis út ágúst af þessu tilefni. 

Rannsóknir Guðmundar beinast að félagslegu taumhaldi, frávikum og stéttaójöfnuði, sérstaklega huglægum víddum stéttaskiptingar. Hann er annar tveggja ritstjóra Íslenska þjóðfélagsins - tímarits Félagsfræðingafélags Íslands og ritstjóri bókarýni hjá Acta Sociologica - tímariti Norræna félagsfræðingafélagsins. Vorið 2022 var Guðmundur gestafræðimaður við félagsfræðideild London School of Economics and Political Science (LSE) þar sem hann hélt m.a. gestafyrirlestur sem byggir á grein hans “Class in Iceland”. 

Hægt er að lesa viðtal við Guðmund, félagsfræðing mánaðarins í heild sinni á vefsíðu ISA hér