Háskólahátíð á Hrafnseyri

Einstakt samstarf HA og Háskólaseturs Vestfjarða
Háskólahátíð á Hrafnseyri

Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarða fór fram á Hrafnseyri þann 17. júní í tengslum við þjóðhátíðardagskrá Safns Jóns Sigurðssonar. Líkt og í fyrra voru brautskráðir 10 kandídatar úr Haf- og strandsvæðastjórnun og einn úr sjávarbyggðavræði. Báðar námsleiðir eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Í fjarveru Eyjólfs Guðmundssonar, rektors Háskólans á Akureyri, brautskráði Oddur Þór Vilhelmsson, forseti Viðskipta- og raunvísindasviðs við Háskólann á Akureyri kanídatana.

 

Þakkir til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrverandi rektors

Í ræðu sinni þakkaði hann Þorsteini Gunnarssyni, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, fyrir hans sýn og ráðgjöf um háskólanám í hinum dreifðu byggðum landsins.

„Samstarf Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða hefur einkennst af vináttu, samhjálp og sveigjanleika í anda Barbapabba. Grósku HS-Vest er ekki síst fyrir að þakka fagmennsku í jafnt kennslu sem stjórnun við setrið og ber þar fremstan að nefna Peter Weiss, forstöðumann setursins,“ sagði Oddur við athöfnina.

 

STARFSFÓLK HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÓSKAR ÖLLUM KANDÍDÖTUM INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ BRAUTSKRÁNINGU OG VELFARNAÐAR Í LÍFI OG STARFI.