Ráðstefnuhald

Ráðstefnan: Löggæsla og samfélagið

RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri býður þjónustu við skipulagningu ráðstefna, funda eða þinga.

RHA hefur góða reynslu af slíkri skipulagningu bæði hér heima og erlendis.

Aðstaða til ráðstefnuhalds

Háskólinn á Akureyri er kjörinn vettvangur fyrir ráðstefnur og fundi.

 • Nútímalegur ráðstefnusalur rúmar á milli 300-500 manns (eftir sætafyrirkomulagi)
 • Tuttugu misstórir fyrirlestrarsalir og skólastofur með sætum fyrir allt að 50 manns hver
 • Tveir stórir salir í kvikmyndahúsastíl með sæti fyrir allt að 80 manns hvor
 • Tæknimenn háskólans veita tæknilega aðstoð
 • Möguleiki á upptökum og streymi af ráðstefnum og fundum
 • Möguleiki á að nýta vélmenni fyrir þá sem ekki komast í eigin persónu
 • Möguleiki á móttöku/þjónustuborði
 • Mötuneyti sem hentar vel fyrir ráðstefnugesti

Ráðstefnugestir

Akureyri er hentugur staður til ráðstefnuhalds.

 • Gæðahótel og fjöldi annara gististaða í öllum verðflokkum
 • Fjölmargir veitingastaðir og kaffihús auk kráa og skemmtistaða
 • 18 holu golfvöllur, sundlaugar og stutt í útiveru í náttúrunni
 • Afþreying við allra hæfi svo sem hvalaskoðunarferðir, köfun, rútuferðir, gönguferðir og fleira
 • Vinsælustu skíðabrekkur landsins
 • Leiksýningar og listviðburðir á heimsmælikvarða

Hér er allt sem þú þarft til þess að ráðstefnugestum líði vel á meðan á ráðstefnunni stendur.

Skoðaðu hvað Akureyri hefur uppá að bjóða.

Leiga á húsnæði

Háskólinn á Akureyri leigir út húsnæði fyrir minni fundi og samkomur. Í háskólanum er öll aðstaða til fyrirmyndar.

AðstaðaAðstaðaAðstaða