Að vera hetja í sjálfs síns augum - Lífssaga um sjálfsást

Opin vörn meistararitgerðar við félagsvísinda- og lagadeild.

Nemandi: Ólöf María Brynjarsdóttir
Leiðbeinendur: Dr. Jón Haukur Ingimundarson og Dr. Sigurður Kristinsson
Andmælandi: Dr. Kristín Þórarinsdóttir

Markmið meistararitgerðarinnar er að skoða birtingarmyndir sjálfsástar í lífi manneskju og greina hugtakið sjálfsást.

Ritgerðin byggir á tvennskonar rannsóknum. Sú fyrri, lífssögu rannsókn, varpar ljósi á gildi sögunnar og mikilvægi hennar í lífi einstaklings. Jafnframt greinir hún frá samtíma, tíðaranda, samfélagi og menningu sögumanneskju rannsóknarinnar. Þar með skapast rými til að skoða birtingarmyndir sjálfsástar í gegnum æviferil og lífsflæði íslenskrar konu á sjötugsaldri. Seinni rannsóknin, hugtakagreining, byggir á nýrri nálgun í greiningu hugtaka. Hugtakagreiningin skýrir hugtakið sjálfsást, hvað felst í því og hvað greinir það frá skyldum hugtökum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að sjálfsást sé hvati sem knýr manneskjur til að leita eftir vellíðan og njóta farsældar á öllum stundum í eigin lífi í samspili við eigið siðferði.

Öll velkomin