Af hverju er ekki meiri áhersla á mjúka færni í Viðskiptadeildinni?

Málstofa í Viðskiptadeild.

Kynning á Nord Plus verkefninu Vaken

Í haust var farið af stað með verkefni sem ber yfirskriftina Vaken. Verkefnið er styrkt af Nordplus og stendur yfir í tvö ár. Meginmarkmið þess er að útbúa verkfærakistu sem nýtist bæði í skólastofu og í rafrænni kennslu. Verkfærakistan inniheldur tæki og leiðir til þess að þjálfa og meta mjúka færni nemenda. Í erindinu munu Hafdís og Vera gera nánar grein fyrir verkefninu, útskýra hvað mjúk færni er og mikilvægi hennar fyrir atvinnulífið.

Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor, og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, aðjúnkt, eru þátttakendur í samstarfsnetinu ásamt háskólum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Hlekkur á Zoom-fundinn