Auðlindarentan, veiðigjöldin og kvótakerfið: Þróun á auðlindarentu frá byrjun íslenska kvótakerfisins

Stefán B. Gunnlaugsson flytur erindið.

Í erindi sínu mun Stefán fara yfir þróun á auðlindarentu, sem er umframhagnaður íslensks sjávarútvegs, s.l. þrjá áratugi.

Stefán beitir tveimur aðferðum til að reikna út auðlindarentuna. Önnur byggir á útreikningi á fjármagnskostnaði en hin á samanburði á arðsemi sjávarútvegs við aðrar atvinnugreinar.

Útskýrt verður hvað valdið hefur tilkomu rentunnar og helstu þáttum sem hafa áhrif á hana.  Að lokum mun Stefán sýna skiptingu auðlindarentunnar. Þá mun hann útskýra hversu stórum hluta rentunnar veiðigjöldin hafa „fangað“. Hver hlutur núverandi handhafar veiðiheimilda hefur verið í rentunni og hversu stórum hluta rentunnar fyrrum „eigendur“ veiðiheimilda njóta. 

Beint streymi verður frá málstofunni á vef háskólans.

Málstofan er opin öllum endurgjaldslaust