Bíllaus dagur

Bílastæðum Háskólans á Akureyri lokað í einn dag

Vegna loftslagsbreytinga hefur umhverfisráð Háskólans á Akureyri í samráði við yfirstjórn háskólans ákveðið að loka bílastæðum í einn dag í tengslum við samgönguviku. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til þess að koma sér í og úr háskólanum á vistvænan hátt. Til dæmis með strætó, fótgangandi eða á hjóli. 

Bílastæðin verða þó opin hreyfihömluðum sem og þeim sem koma á vistvænum farartækjum (rafbílum/metanbílum sem mega leggja á vistorkustæðum), eins ef það eru sérstök tilvik, s.s. starfsmenn og nemendur sem koma frá nágrannabyggðarlögum, flutningar til og frá skólanum eða viðskiptavinir.