Endurhæfing eftir ákominn heilaskaða: Nýjungar í meðferð

Málþing um ýmsar nýjungar í endurhæfingu þessa hóps á Íslandi.

Ákominn heilaskaði vísar til skemmdar á heilavef í kjölfar slyss eða sjúkdóms, til dæmis blæðingar eða blóðtappa. Á þessu málþingi verður farið yfir ýmsar nýjungar í endurhæfingu þessa hóps á Íslandi.

Að málþinginu standa Háskólinn á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri og Reykjalundur.

Föstudaginn 28. september kl. 13:15-16:10 í Háskólanum á Akureyri (M102) – Gengið inn um aðalinngang

Dagskrá

13:15 Setning og inngangur – Ingvar Þóroddsson forstöðulæknir á Kristnesspítala
13:20 Faraldsfræði heilaáverka og skilgreiningar – Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar
13:40 Matstækið WHODAS2.0 og einstaklingar með heilaskaða – Hafdís Hrönn Pétursdóttir, iðjuþjálfi á Kristnesi og meistaranemi við HA
14:00 Núvitund og ákominn heilaskaði - Dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun og dósent við helbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
14:20 Heilaskaðahópmeðferð á Reykjalundi – Ingibjörg Ólafsdóttir, iðjuþjálfi á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar
14:40 Kaffi
15:00 ActivABLES, þjálfun í heimahúsum eftir heilaslag – Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi við HÍ
15:20 Áköf málstolsmeðferð á Reykjalundi – Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi
15:40 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara og fulltrúa frá Heilaheill og Hugarfari.
16:05 Málþingi slitið - Ingvar Þóroddsson

Fundarstjóri: Hulda Þórey Gísladóttir, iðjuþjálfi og verkefnastjóri á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

ALLIR VELKOMNIR - AÐGANGUR ÓKEYPIS