Erasmus+ samstarfsverkefni

Kennara- og starfsmannaskipti.

Mánudaginn 21. Janúar nk. mun Óskar E Óskarsson sérfræðingur hjá RANNÍS halda kynningu um styrkjamöguleika í gegnum Erasmus+ samstarfsverkefni (Strategic Partnership).

Kynningarfundurinn fer fram milli kl. 14-15 á Borgum. Einnig verður hann með vinnuaðstöðu í anddyri Borga frá kl. 11-14 og til taks að svara spurningum starfsmanna sem komast ekki á fundinn en einnig um Erasmus+ kennara-og starfsmannaskipti, Nordplus o.fl.

Alþjóðaskrifstofa hvetur alla áhugasama um að mæta og að fundi loknum er hægt að ræða frekar við Óskar og fá ráðleggingar.