Fjölmiðlar á landsbyggðinni – Eiga þeir framtíð fyrir sér?

Opinn fundur um einkarekna fjölmiðla og frumvarp til stuðnings við rekstur þeirra.

Símenntun Háskólans á Akureyri og Blaðamannafélag Íslands bjóða til opins fundar þar sem fjallað verður um stöðu einkarekinna fjölmiðla og frumvarp til stuðnings reksturs þeirra.

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hefur löngum verið erfitt margir þeirra eru að gefast upp. Sambærilegir miðlar í grannlöndunum njóta ríkisstyrkja til þess að stuðla að aukinni fjölbreytni og fjölræði bæði á landsvísu og á staðbundnum svæðum.

Eru ríkisstyrkir lausnin hér á landi? Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Ýmsir hafa tjáð sig um frumvarpið, þær fjárhæðir sem þar eru kynntar og hvaða fjölmiðlar hafa gagn af því og hverjir ekki.

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir flytur erindi og kynnir sína sýn á framtíð fjölmiðla.

Fundarstjóri: Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur 

Skráning

Dagskrá:

10.00-11.00 Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

11.00-12.00 Fyrirspurnir og umræður

12.00-13.00 Hádegishlé. Veitingar í boði BÍ

13.00-13.30 Miðjan er undir iljum þínum

Birgir Guðmundsson, dósent Háskólanum á Akureyri

13.30-14.00 Staða og framtíðarsýn N4 í heimi nútíma fjölmiðla

Stefán Friðrik Friðriksson, verkefnastjóri markaðs- og framleiðslu N4

14.00-14.30 Að vinna með nærsamfélaginu

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta

14.30-15.00 Ofurhugi í heimabyggð, Þingeyski púlsinn

Egill Páll Egilsson, ritstjóri Víkurblaðsins

15.00-15.20 Fyrirspurnir og fundarlok

Fundurinn er sérstaklega ætlaður fólki sem starfar við fjölmiðla en allir áhugasamir eru velkomnir.